Sjóferð með Níelsi Jónssyni

Sjóferð með Níelsi Jónssyni

Það var aldeilis líf og fjör hjá nemendum 8. bekkjar þegar þau fóru í sjóferð með Níelsi Jónssyni frá Hauganesi. Eins og flestir vita er Níels Jónsson gamalgróið útgerðarfyrirtæki á Hauganesi sem gerir út á netaveiði og í seinni tíð hefur fyrirtækið líka gert út á hvalaskoðun og sjóstangaveiði. Skipstjóri í ferðinni var Halldór Halldórsson oftast kallaður Halli. Sjórinn var spegilsléttur og sól skein í heiði . Ákjósanlegar aðstæður til að renna fyrir fisk. Mikil gleði og tilhlökkun var í hópnum. Þegar Halli skipstjóri hafði fundið góð mið var rennt fyrir fisk. Það leið ekki á löngu þar til stangir fóru að svigna og hróp og gleðiköll ómuðu um bátinn. Mikið kapp hljóp í mannskapinn og kepptust krakkarnir við að draga fisk úr sjó. Þegar haldið var heim á leið var Halli búinn að flaka allan aflann, sem að sjálfsögðu verður notaður í heimilisfræðinni í vetur. Smelltu hér til að skoða myndir úr ferðinni.