Komið sæl
Í tilefni af degi íslenskrar tungu sem var á laugardaginn var samsöngur í Bergi í morgun, mánudaginn 18. nóvember. Frá Krílakoti fóru börnin af Skakkaland og Hólakoti og sungu með börnunum frá Kátakoti og Kötlukoti í Árskógarskóla og var það Heimir tónlistarkennari sem leiddi sönginn. Börnin voru mjög dugleg að syngja lögin sem þau hafa verið að æfa saman í vetur í tónlistarstundunum hjá Heimi og er gaman að segja frá því að eitt af þeim lögum er þjósöngur okkar Íslendinga en einnig voru sungin einfaldari söngvar fyrir yngstu kynslóðina.
Hér má sjá myndbrot
Bestu kveðjur