Samsöngur á Vinakeðjunni

Samsöngur á Vinakeðjunni

Á Fiskisúpukvöldinu 6. ágúst, þegar Vináttukeðjan er, er líkt og síðastliðin ár áætlað að syngja samsöng með börnunum frá Leikbæ og Kátakoti. Lögin sem sungin verða eru Vinur minn, Myndin hennar Lísu og Fiskurinn hennar Stínu.

Við viljum biðja þá foreldra sem geta, að koma með börnin sín og leyfa þeim að taka þátt í söngnum. Börnin eiga að mæta á Krílakot kl. 17:30 til að taka æfingu. Söngurinn hefst síðan um kl. 18:05.

Frábært væri ef öll börnin gætu komið í lopapeysum.

 

Myndin hennar Lísu
Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,
grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.
Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið,
biðja þess eins að fá að lifa´eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?

Taktu þér blað, málaðu´á það
mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.
Augu svo blá, hjörtu sem slá,
hendur sem fegnar halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.

 

Fiskurinn hennar Stínu
Eitt sinn fór hún Stína litla á sjó
með pabba sínum.
Hún veiddi ofurlitla bröndukló
með öngli fínum.

Daginn eftir mamma hennar plokkfisk bjó.
Stína vildi ei borða' hann.
,,Hvað, viltu ekki fiskinn, Stína þó,"
pabbinn tók til orða.

Fiskinn minn,
nammi, nammi, namm.
Fiskinn minn,
nammi, nammi, namm.
Fiskinn minn,
nammi, nammi, namm.
Fiskinn minn,
nammi, nammi, namm.

Ömmu sína Stína fór að sjá,
hún spurði frétta.
Hvað veitt hún hefði sjónum á.
Stína sagði þetta:

,,Ég plokkfisk veiddi alveg ein
og var að borða hann..
Já, ég plokkfisk veiddi alveg ein
og var að borða hann."

Fiskinn minn ...

 
Vinur minn
Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
Í stórum hóp'inn um hlátrasköll
geta ævintýrin skeð.
Svo vertu velkominn!
Nýi vinur minn.
Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.


Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt.
Getur glatt og huggað jafnvel þá
sem við þekkjum ekki neitt.
Svo vertu velkominn!
Nýi vinur minn.
Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt