Á Fiskisúpukvöldinu í fyrra, þegar vináttukeðjan var haldin í fyrsta sinn, sungu nemendur frá Fagrahvammi í Dalvíkurkirkju. Í ár er ætlunin að okkar nemendur, frá Krílakoti, bætist í hópinn. Ætlunin er að syngja lagið Vinur minn. Lagið og texti er eftir Alisdair Wright og Hafdísi Huld Þrastardóttur.
Við vitum að margir af okkar nemendum verða enn í fríi þennan dag, en við viljum biðja foreldra að koma með börnum sínum og taka þátt með okkur. Lagið kunna börnin því við höfum sungið það mikið (bæði nemendur á Krílakoti og Fagrahvammi) nú í vetur og auk þess hefur lagið verið sungið í Sunnudagaskólanum. Það myndi einnig gleðja okkur ef útskriftarbörnin okkar, þ.e. þau sem eru hætt og byrja í grunnskóla í haust, myndu koma og syngja með okkur.
Nánari tímasetning verður sett inn á síðuna síðar. Textann er að finna hér.
Kv. Dagbjört