Í dag er rúmenskur dagur á Krílakoti. Þetta er annar dagurinn í röð Comeniusardaga sem við höldum upp á. Í síðustu viku héldum við enskan dag, en þann dag vakti það eflaust eftirtekt bæjarbúa að við flögguðum breska fánanum. Því miður gátum við ekki haft upp á rúmenskum fána til að flagga í dag (okkur vantar einnig búlgarskan, pólskan og tyrkneskan fána), en þess í stað er fáninn sýnilegur hér innandyra hjá okkur og einnig teikna og lita börnin fánann.
Nú í tilefni rúmenska dagsins var bakað rúmenskt brauð sem bragðað var á í morgun, sagan af Steini Bollasyni, sem er rúmenskt ævintýri, var lesin og hlustað var á rúmenska tónlist. Þær Arna og Þura fóru svo og færðu bæjarstjóranum okkar henni Svanfríði rúmenskt brauð til að hafa með kaffinu.
Fyrir þá sem vilja forvitnast aðeins um Comeniusarverkefnið okkar þá er heimasíðu verkefnisins að finna hér