Fimmtudaginn 14. desember var rauður dagur hjá okkur í Krílakoti. Allir klæddust einhverju rauðu eða voru með jólasveinahúfu.
Einnig fengum við jólamatinn í hádeginu.
Allir hittust saman á sal um morgunninn og þar komu starfsmenn tónlistaskólans á Tröllaskaga í heimsókn til okkar og spiluðu nokkur vel valin jólalög fyrir okkur. Mjög skemmtileg hefð sem myndast hefur í desember. Þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina.
Nemendur á Hólakoti fóru svo með jólasveinavísurnar fyrir okkur og stóðu sig allir mjög vel.
Allir mjög ánægðir og glaðir eftir þetta uppábrot á deginum.