Líkt og fram kemur á skóladagatali Krílakots er opin vika í næstu viku. Þá munum við opna dyrnar fyrir foreldrum og öllum þeim sem áhuga hafa á leikskólauppeldi og -menntun. Hægt er að koma í heimsókn alla dagana frá kl. 7:30 til 16:15, eða allan opnunartíma leikskólans, eins oft og fólk getur og vill. Starf barnanna verður að mestu leiti eins og venja er; þ.e. við munum fylgja dagskipulagi. Við munum hins vegar auglýsa nánari dagskrá fyrir lok vikunnar, þannig að áhugasamir geti valið sér að koma t.d. þegar hópastarf, val eða eitthvað annað er í gangi. Síðasta daginn (á föstudeginum) mun Foreldrafélag Krílakots bjóða upp á veitingar og verður tímasetning þess birt með nánari dagskrá.
Undanfarin 3 ár höfum við haft opna viku með þessu sniði og hefur fyrirkomulagið gefist mjög vel. Mjög góð þátttaka hefur verið hjá foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum, margir hafa komið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í heimsókn og veit ég fyrir víst að þetta fyrirkomulag hefur vakið athygli annarra leikskóla sem jafnvel hafa tekið það upp hjá sér.
Við vonum að sem flestir, ungir sem gamlir, sjái sér fært um að koma, sjá og taka þátt í starfinu; bregða á leik með börnunum, taka í pensil, prófa skuggamyndir í myndvarpanum og fara í leiki.