Athygli foreldra er vakin á nýjum reglum um innritun og innheimtu sem samþykktar voru af fræðsluráði þann 7. apríl sl. og tóku gildi þann 1. ágúst sl. Sérstök athygli er vakin á grein 13 þar sem fjallað er um námsmannaafslátt, en þar segir m.a.: Námsmannaafsláttur er 25% af leikskólagjaldi þess barns sem ekki fær neinn annan afslátt. Þann afslátt fá þeir foreldrar sem annað eða bæði stunda í það minnsta 75% nám. Námsmenn skulu staðfesta nám sitt með staðfestingu viðkomandi skóla á námsárangri í lok annar og fá þá greiddan afsláttinn næsta mánuð/mánuði. Námsmannaafsláttur er ekki greiddur tímabilið 1. júní - 31. ágúst.