Ný námskrá Krílakots

Ný námskrá Krílakots

Nú hefur ný og uppfærð námskrá Krílakots litið dagsins ljós. Þetta er 3. námskrá leikskólans og leysir hún af hólmi námskrá sem tilbúin var árið 2007. Námskrá leikskóla er lifandi plagg sem þýðir að hún tekur breytingum og þróast með starfinu í leikskólanum og því fólki sem þar starfar.

Við hvetjum foreldra og alla sem áhuga hafa á málefnum leikskóla að kynna sér námskrána og velta vöngum yfir því starfi sem hér fer fram. Og vonandi verður námskráin einnig uppspretta uppbyggjandi umræðna og vangaveltna um leikskólastarf almennt.

Námskráin verður ekki prentuð út og afhent öllum foreldrum, enda væri það gegn stefnu okkar í umhverfismálum. Heldur verður hún aðgengileg hér á vefsíðu Krílakot sem og í útprentuðu formi í leikskólanum. Námskrána má sjá hér til vinstri á síðunni og einnig hér.