Notkun öryggisbúnaðar í bílum

Notkun öryggisbúnaðar í bílum

Eins og foreldrar hafa e.t.v. tekið eftir hefur lögreglan stundum verið að fylgjast með hér við Krílakot. Samkvæmt Felix lögregluvarðstjóra, er tilgangurinn með þessu að fylgjast með því hvort fólk sé að nota öryggisbúnað í bílum sínum; t.d. hvort börn séu í stólum/púðum og hvort fólk noti bílbelti.