Miðvikudaginn 25. janúar lögðum við land undir fót og var ferð heitið til Dalvíkur. Skíðabúnaður var með í för og hlýr fatnaður. Ferðinni var sem sagt heitið í Böggvisstaðafjall á skíðasvæðið okkar frábæra. Veður var ekki eins og best verður á kosið, gekk á með hríðarhraglanda, skyggni ekki eins og best verður á kosið. Það stoppaði hins vegar ekki mannskapinn, allir fóru á skíði (eða a.m.k. prófuðu)
Eftir að við höfðum hresst okkur á grjónagraut og slátri í hádeginu hafði heldur birt til og komið besta veður og hélst það þar til að komið var að heimferð.