Námskeiðsdagur 5. janúar - leikskólinn lokaður!

Námskeiðsdagur 5. janúar - leikskólinn lokaður!

Mánudaginn 5. janúar nk. verður námskeiðsdagur hér í leikskólanum og þá verður skólinn lokaður.

Smiðja - myndsköpun
Fyrirhádegi þennan dag mun Michelle Sonia Horne, deildarstjóri myndlistar við leikskólann Stekkjarás Hafnarfirði, vera með námskeið sem hún kallar: Hvað er þetta, hvað viltu að þetta sé?

Eftirfarandi er nánari lýsing á námskeiðinu:

Í upphafi hefur allt sem framleitt er tilgang. Við tengjumst hlutum bæði vegna notagildis og tilfinningalegs gildis. Þegar hlutur hefur misst upphaflegan tilgang sinn eða notagildi, er hann settur til hliðar eða hent og um leið hverfa tengsl okkar við hann. Með endurvinnslu líkt og gert er í Remida fá hlutir nýtt hlutverk sem og endurnýjaðan lífdaga.
Þegar börn fá tækifæri til að nota opin efnivið líkt og þann efnivið sem boðið er upp á í Remida, nota þau ímyndunaraflið með sama hætti og í leik. Þegar unnið er á skapandi hátt með endurunnið „rusl“ nýtur barnið ferlisins og útkomunar vegna þess að það er ekki ein rétt leið til að vinna með efniviðinn. Börn missa jafnan áhugan á listsköpun þegar búið er að ákveða fyrirfram hver útkoman á að vera, þar sem hætta er á að barnið geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru.
Það er frekar hinn fullorðni sem þarf að endurskoða hæfaleika sinn til listsköpunar. Hvernig eiga fullorðnir að geta hvatt til frjálsrar sköpunar ef þeir eru ófærir um að sjá möguleikana í opnum efnivið eins og boðið er upp á í Remida?
Við þurfum að sjá möguleikann sem hægt er að finna í „rusli“ leika okkur og vera skapandi.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við leikskólann Leikbæ.

Málstofur
Eftir hádegi verða fjórar málstofur. Þura mun fjalla um tónlist í leikskólastarfi og svo stærðfræði með ungum börnum. Síðan mun Dagbjört fjalla um Könnunaraðferðina og svo Reggio Emilia.

Markmiðið með þessum degi er tvenns konar. Annars vegar að fylgja eftir því starfi sem unnið hefur verið í skólanum í tónlist og stærðfræði. Og hins vegar að kennarar fræðist um mismunandi starfsaðferðir í leikskólastarfi, í þeim tilgangi að gera starfið markvissara og heildstæðara.