Merki Krílakots

Merki Krílakots

Frestur til að senda inn tillögur um merki Krílakots rennur út núna 1. maí. Ungir sem aldnir eru hvattir til að taka þátt og senda inn tillögu! Í eftirfarandi texta má sjá upplýsingar um samkeppnina:

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir tillögum um merki skólans. Tillögurnar þurfa að vera skírar og unnar bæði í svart-hvítu og lit.
Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi til Krílakots, Karlsrauðatorgi 23, 620 Dalvík.


Krílakot er leikskóli fyrir börn frá 1 til 3 ára. Lögð er áhersla á að veita börnum umhyggju og hlýju, örvun og hvatningu í umhverfi sem þeim líður vel í og þar sem þau finna fyrir öryggi.


Yfirmarkmið Krílakots er að leggja grunn að alhliða þroska barnanna svo þau verði andlega og líkamlega sterkir einstaklingar sem geta tekið þátt á skapandi, virkan og ábyrgan hátt í lýðræðisþjóðfélagi.


Í öllu starfi leikskólans er lögð áhersla á einkunarorð skólans sem eru: gleði, sköpun og þor.


Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans, www.dalvik.is/krilakot.


Nefnd sem samanstendur af fulltrúa starfsfólks, foreldra og reksraraðila mun skoða allar innsendar tillögur og velja úr þeim. Nefndin áskilur sér rétt til að leita til 3. aðila til að fullvinna tillöguna.