Mentor skráningakerfið

Mentor skráningakerfið

Nú hefur Krílakot tekið í gagnið Mentor sem er skráningar- og upplýsingakerfi. Fyrst um sinn munum við nota kerfið til að skrá ýmsar hagnýtar upplýsingar um nemndur og aðstandendur þeirra sem og starfsfólk. En vonandi getum við fljótlega farið að nota það til gagnvirkra samskipta við foreldra, þ.e. sent tölvupóst á milli. Við þurfum núna að æfa okkur að nota kerfið og eftir því sem við verðum flínkari getum við farið að nýta okkur fleiri þætti sem það býður upp á.

Þeir foreldrar sem eiga börn í Dalvíkurskóla eiga að geta notað sama aðgang til að sjá upplýsingar um barnið sitt hér á Krílakoti, þ.e. inn á mentor.is. Aðrir foreldrar munu fá lykilorð hér hjá okkur og munum við láta vita þegar þau verða tilbúin, eða réttara sagt þegar kunnátta okkar er orðin það góð að við getum gefið þau út :)

Vonandi á kerfið eftir að bæta upplýsingar frá leikskólanum og gera þau góðu samskipti sem eru nú þegar til staðar enn betri