Nú hefur matseðillinn verið uppfærður, en ég byðst velvirðingar á að það hefur dregist. Eins og áður gerum við 6 vikna, rúllandi matseðil, þ.e. matseðillinn endurtekur sig á 6 vikna fresti. Við höfum gert örlitlar breytingar; við bjóðum ekki lengur upp á pizzu, heldur erum við með heimalagað mousaka og grænmeti í staðinn. Svo er slátur og lyfrarpylsa aftur komið inn, en við gáfum því frí á matseðlinum yfir sumartímann. Þessar breytingar eru gerðar með aldur barnanna okkar í huga; 1-3ja ára. Ef einhverjar spurningar vakna hafið endilega samband annað hvort við mig eða Halldóru.
Dagbjört