Foreldrar sem óska eftir leikskólaplássi í Krílakoti fyrir skólaárið 2016-2017 þurfa að skila inn umsókn eigi síðar en 22. apríl.
Athugið að þetta á aðeins við um þá sem ekki hafa þegar sótt um.
Sækja þarf um leikskóla á rafrænu formi á heimasíðu leikskólans www.dalvikurbyggd.is/krilakot eða á http://min.dalvikurbyggd.is
Innritun fyrir komandi skólaár hefst í lok apríl og fá foreldrar senda tilkynningu í tölvupósti með upplýsingum s.s. um tímasetningar og fyrirkomulag aðlögunar barna. Tímasetning aðlögunar ræðst aðallega af tveim þáttum þ.e. sumarlokun leikskólans og uppsögnum barna af elsta árgangi. Fjöldi barna í skóla ræðst af stærð hans og lýkur innritun þegar þeim barnafjölda hefur verið náð. Ef börn hætta í leikskólanum yfir vetrarmánuðina eru ný börn innrituð.