Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra

AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRI - KRÍLAKOT.

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf aðstoðarleikskólastjóra á Krílakot.

Leitað er að leiðtoga sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða gott faglegt starf leikskólans.

Spennandi verkefni eru yfirstandandi sem og framundan með það að markmiði að efla enn frekar starfsumhverfi starfsmanna í leikskólanum, svo sem að setja gæðaviðmið fyrir Krílakot í samvinnu við Ásgarð skólaráðgjöf, endurbætur á leikskólalóðinni og innleiða gjaldfrjálsan leikskóla.

Staðan er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september nk.

Næsti yfirmaður er leikskólastjóri.

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Vinnur náið með leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
  • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
  • Staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
  • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
  • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
  • Tekur þátt í foreldrasamstarfi og situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og /eða stjórnunarreynsla er kostur.
  • Þekking og reynsla á leikskólastigi æskileg.
  • Áhugi á fræðslu og farsæld barna.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Áhugi um fræðslu og farsæld barna.
  • Hreint sakavottorð.

 

Umsóknarfrestur er til og með 12.08.2024

Sótt er um á www.mognum.is

Með umsókn þarf að fylgja með ítarleg ferilsskrá auk staðfestra afrita af leyfisbréfi og prófskírteinum, sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um óháð kyni og uppruna.

Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt að hafna öllum umsóknum. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi og er þá greitt samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir, sigga@mognum.is

 

Upplýsingar um leikskólann Krílakot má finna hér.

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utan verðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu – og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn – og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi