Nú er starfið hjá okkur að komast í gang eftir sumarlokun og bjóðum við alla velkomna tilbaka í skólann. Sum börnin eru enn í fríi, en flest eru nú komin. Það hefur því verið rólegt hjá okkur síðastliðna þrjá daga frá því við opnuðum, svo kennararnir hafa auk þess að sinna börnunum, nýtt tímann í að undirbúa deildirnar fyrir haustið. Allt starfsfólk er komið úr sumarfríi nema Inga Siddý (Hólakot), en hún kemur til starfa á mánudaginn.
Fréttir af starfsfólki:
Tveir nýir starfsmenn koma til okkar nú í ágúst. Hildur Birna Jónsdóttir, þroskaþjálfi, hefur þegar hafið störf og verður hún á Hólakoti í vetur. Dóra Rut Kristinsdóttir slæst svo í hópinn með okkur, en hún mun koma við á öllum deildum í vetur. Og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar til starfa.
Þær Birgitta Ósk (Skýjaborg) og Gerður (Hólakot), en hún hefur leyst Ágústu Kristínu af í barneignarleyfi frá því í janúar, setjast síðan á skólabekk nú í lok ágúst. Og óskum við þeim til hamingju með það!
Þær Ágústa Kristín og Pálína Ósk koma báðar úr barneignarleyfi nú 1. september nk, en þær verða báðar á Hólakoti.
Ný börn:
Þriðjudaginn nk. fjölgar aftur hjá okkur hér á Krílakoti, þá hefja leikskólagöngu sína 9 börn. Á Hólakoti byrja þau Hafsteinn Thor (kemur aðeins seinna), Lilja Rós, Alexander Dagur og Steinunn Sóllilja. Á Skýjaborg byrja þau Urður, Antonina Anna, Mikael Máni, Írena Rut og Vala Katrín. Þann 31. ágúst hefja svo 5 börn til viðbótar leikskólagöngu sína og verða þau einnig á Skýjaborg. Það eru þau Hubert, Matthías Helgi, Arnar Geir, Ásdís Inga og Lydia Freyja.
Við á Krílakoti hlökkum til að hitta þessi nýju börn og fá að kynnast þeim og foreldrum þeirra í leik og starfi.
.