Leikskólalóðin dagur 2

Leikskólalóðin dagur 2

Komið sæl

Í dag hélt vinna við leikskólalóðina áfram og má sjá afraksturinn hér:

Svona leit þetta út í byrjun....

En svona þegar verkinu var lokið.
það á reyndar eftir að setja torf ofan á hleðsluna og á bekinn í miðjunn og klára hliðið. það verður sett kurl í gólfið og svo ætlum við að rækta grænmeti þarna inni.

Þarna er verið að leggja grunninn......

Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður segir í laginu.. en hér má sjá vaskar konur munda borvélina eins og famenn

Klifurveggurinn kominn og svo verður verkið klárað í næstu lotu.

Vitinn í vinnslu og mikil þróunarvinna í gangi

Vitinn tilbúinn

Takk fyrir frábæra helgi.
Það skemmtilega við svona vinnu er hvað maður lærir margt nýtt og getur jafnvel nýtt sér þá þekkingu í eigin garði auk þess sem maður horfir stoltur yfir lóðina og finnst maður eiga pínu lítið í henni.

Bestu kveðjur

Drífa