Nú á vorönninni hefur verið unnið með litina í leikskólalæsi inni á Skýjaborg. Byrjað var að taka fyrir gula litinn, síðan þann græna og nú er verið að vinna með rauða litinn. Útbúnar eru myndir í viðkomandi litum þannig að litirnir eru sýnilegir börnunum og vekja forvitni þeirra og áhuga. Starfsfólk tvinnar síðan viðkomandi hugtök, gulur, rauður, grænn og blár og því sem myndirnar eru af, inn í leik, umræður og vangaveltur auk þess sem unnið er með bækur.