Í síðustu viku fundu nemendur smyril undir tröppum skólans. Virtist hann eitthvað skrítinn og við nánari athugun kom í ljós að hann hafði flogið á glugga og vankast við höggið. Samkvæmt ráðleggingum var hann settur í kassa og honum gefið vatn og maðkar. Hann hresstist fljótt og reyndist erfitt að halda honum í kassanum. Ekki leið svo á löngu þar til hann var orðinn fullfrískur og flaug í burtu hinn hressasti. Smelltu á nánar til að sjá fleiri myndir af smyrlinum.