LAP verkefnið okkar

LAP verkefnið okkar

Í dag kom Malgorzata, mamma Juliu til okkar í heimsókn á Hólakot og las fyrir börnin. Börnin höfðu gaman að heimsókninni, voru dugleg að hlusta á söguna þrátt fyrir að skilja lítið en svo var innihaldið rætt og hvað tungumálin okkar eru ólík. Við þökkum Malgorzata kærlega fyrir komuna og vonandi eiga fleiri foreldrar eftir að heimsækja okkur, lesa með okkur eða vinna önnur skemmtileg verkefni.

 

Við eru að hefja vinnu við að útbúa dual bækur eða samlestrarbækur. Hugmyndin er að foreldrar geti komið og lesið saman fyrir börnin á íslensku og öðrum tungumálum sem töluð eru í leikskólanum. Við þýðum einfaldar barnabækur og er hver blaðsíða lesin, fyrst á íslensku og svo öðru tungumáli. Markmiðið er að styðja við tungumál barnanna, efla læsi og að börnin finni að öll tungumál eru jafn mikilvæg.

Dæmi um hvernig dual language books - samlestrar bækur- líta út