Í tilefni kvennafrísdagsins 24. október langar mig til að biðja þá sem mögulega geta að sækja börn sín fyrir klukkan 14:50 og gefa þar með sem flestum af okkar góðu starfsmönnum kost á að sækja samstöðufund í Ungó sem er kl. 15:15 þann dag.
Með von um góð viðbrögð
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir
Leikskólastjóri Krílakots