Komið sæl
Það er gaman að segja frá því að Comeniusarverkefni Krílakots, With Different Traditions - Together on a Holiday, sem unnið var árin 2009-2011, fékk viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndarverkefni. Þær þjóðir sem tóku þátt í verkefninu voru Ísland, Rúmenía, Pólland, Búlgaría, England og Tyrkland.
Verkefnisstjórar voru Arna Arngrímsdóttir og Steinunn Þórisdóttir.
Í dag var sýning á 50 verkefnum sem fengið hafa styrki úr samstarfsáætlunum ESB og voru valin fyrirmyndaverkefni. Hátíðin var í Hafnarhúsinu í Reykjavík þar sem verkefnin voru kynnt og var boðið uppá risa Evrópuköku og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Við erum mjög svo stolt af þessu verkefni og ekki skemmir að fá viðurkenningu sem fyrirmyndarverkefni.
Við fengum þessar myndir frá þeim Örnu og Steinunni sem fóru fyrir hönd starfsfólks til að taka á móti viðurkenningunni og kynna verkefnið.
Við óskum öllum sem komu að verkefninu til hamingju, starfsfólki, börnum og foreldrum.
Bestu kveðjur og góða helgi