Á fimmtudaginn kemur á Krílakot 30 ára afmæli. Börn og starfsfólk mun gera margt sér til skemmtunar þennan dag. Kátakotsbörnum er boðið í afmælið ásamt 5. bekk Dalvíkurskóla, sem er vinabekkur leikskólanna. Einnig höfum við boðið bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar, sem og sviðstjórum. Og síðast en ekki síst, fjölskyldum barnanna hér á Krílakoti. Við munum halda afmlið úti í garði með sannkallaðri "leikjaveislu", þar sem við leikum okkur með pappakassa, í tjaldbúðum, í þrautabraut og málum og krítum. Afmælið byrjar kl. 9:30 og endar kl. 12, en kl. 11:30 mun foreldrafélag Krílakots bjóða öllum upp á pulsur og safa. Taka ber fram að allra yngstu börnin okkar, sem eru á Skýjaborg, munu borða inni og munu þau borða hakk og kartöflustöppu þennan dag.