Þar sem leikskólinn okkar er Grænfánaskóli viljum við kenna nemendum okkar að rækta og í leiðinni læra af þeim sem eldri eru. Í síðustu viku fóru nemendur Kátakots og settu niður kartöflur með nokkrum útvöldum íbúum Dalbæar. Mikil gleði ríkti hjá bæði nemendum og íbúum Dalbæar þegar þessi stund átti sér stað. Nemendur fengu kennslu um hvernig við eigum að bera okkur að við að setja niður og hvað allt heitir. Í lokinn var öllum boðið upp á djús og kex.