Fimmtudaginn 2. des. fór jólaföndrið okkar fram. Að vanda var gott úrval föndurverkefna sem hönnuð voru og útfærð af föndurkonunum okkar hér í Árskógarskóla. Þá var að sjálfsögðu boðið upp á kaffihlaðborðið rómaða en það er samstarfsverkefni skólans og foreldra, sem leggja til gómsætt bakkelsi. Föndrið var fámennara en oft áður og skýrist það sjálfsagt aðallega af fækkun nemenda við skólann. Almenn ánægja var þó hjá þeim sem mættu og börn og fullorðni föndruðu af krafti. Hér eru fleiri myndir frá jólaföndrinu.