Jólaball á fimmtudaginn kl. 10:00

Jólaball á fimmtudaginn kl. 10:00

Á fimmtudaginn, 17. desember kl. 10:00, verður haldið jólaball í samstarfi við Foreldrafélag Krílakots og er foreldrum velkomið að koma og gleðjast með okkur. Eins og undanfarin ár verður ballið haldið í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Við byrjum í kirkjunni þar sem séra Magnús tekur á móti okkur og þaðan verður farið í safnaðarheimilið og gengið  í kringum jólatréð, sungið og glaðst saman og mun séra Magnús einnig spila undir með okkur. Síðan er aldrei að vita hvort góðan gest beri að garði 

Í tilefni af jólaballinu munum við bregða út af matseðlinum þennan dag og fá börnin að gæða sér á hangikjöti og gómsætum eftirrétti (foreldrum er þó ekki boðið í matinn).