Á páskadag 4. apríl varð hún Ingdís Una 2. ára Við héldum upp á afmælið hennar miðvikudaginn 31. mars. Það fyrsta sem hún gerði var að setja upp kórónuna sem hún var búin að búa sér til. Síðan fór hún út og flaggað og bauð öllum upp á ávexti. Í ávaxtastundinni sungu allir afmælissönginn fyrir hana í tilefni dagsins. Einnig var hún þjónn dagsins. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn frá okkur öllum á Skakkalandi.