Í dag fór Hólakot í gönguferð og heimsótti Dalvíkurskóla og fékk að skoða það sem þar fer fram
Hólakot fór þess á leit við foreldra hvort við mættum líta við í heimsóknir á vinnustaði og Valdís, mamma hennar Guðnýjar Jónu bauð okkur að koma til sín í vinnuna. Það má þó með sanni segja að þar höfum við slegið margar flugur í einu höggi því margir foreldrar og ömmur vinna í skólanum og við hittum systkini margra barna. Við fengum að líta í kennslustund hjá 6. bekk, í smíðastofuna, á kaffistofu kennara og í bókasafnið.
Við viljum þakka kærlega fyrir okkur. Okkur fannst þetta öllum mjög gaman.