Heimsókn í Samkaup/Úrval

Nemendur 8. bekkjar Árskógarskóla fóru í heimasókn í Samkaup Úrval á Dalvík til að kynnast því hvernig er að vinna í verslun. Þær stöllur í Samkaupum Úrvali tóku vel á móti krökkunum. Þau fengu strax verkefni við að setja vörur fram í verslunina. Krakkarnir voru áhugasöm og dugleg. Hver hillan af annarri fylltist af vörum og hver kassinn af öðrum tæmdist. Þvílíkur var dugnaðurinn að það var erfitt að fá þau til að hætta og halda heim í skóla aftur. Krakkarnir fengu mikið hrós frá stúlkunum í Samkaupum, bæði fyrir dugnað og framkomu. Þau voru sjálfum sér og skólanum sínum til mikils sóma.