Eins og foreldrar og aðrir hafa eflaust tekið eftir hefur heimasíðan okkar verið heldur lítilfjörleg upp á síðkasstið. Við vonum nú að það fari að breytast þar sem ég fór í dag, ásamt Ágústu deildarstjóra á Hólakoti, á kynningu á því forriti sem notað er til að setja efni inn á síðuna. Stefnan er síðan sú að deildarstjórar og aðrir kennarar setji reglulega inn myndir og ýmsan fróðleik um starfið, hver undir sinni deild eða hópi. Ég mun síðan setja inn það efni eða fréttir sem tilheyra öllum skólanum. Ég vona að smátt og smátt muni síðan verða lífleg, fróðleg og áhugaverð fyrir foreldra og aðra sem áhuga hafa á starfi skólans.
Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við hana Örnu Dögg og hann Fannar Inga. Og takið eftir hlýjunni sem þau sýna hvort öðru
Dagbjört