Í morgun fórum við á Skýjaborg í gönguferð í rigningunni og kíktum á hænurnar í garðinum hjá Örnu.
Við vorum svo heppin að hún María hænsnabóndi var að gefa þeim og sýndi okkur eitt egg sem eins hænan var búin að verpa.
Núna eru allir með það á hreinu hvaðan eggin koma. Á heimleiðinni var mikið spjallað um hænurnar, eggið og einnig hvað þær segja.