Fyrr í vetur færði Slysavarnadeild kvenna hér á Dalvík leikskólanum svokallaðan kokhólk, sem notaður er til að mæla stærð á litlum hlutum. Þeir hlutir sem komast ofan í hólkinn geta sömuleiðis komist ofan í kok á fólki. Þar sem við erum með mjög lítil börn á Skýjaborg, sem setja gjarna hluti upp í sig, er því mjög gott fyrir okkur að fá þennan hólk til að mæla stærð á hinum ýmsu hlutum. Við þökkum Slysavarnadeildinni kærlega fyrir þessa gjöf!