Komið sæl
Við fengum fyrirspurnir í dag varðandi spá um gasmengun á norðurlandi og viðbrögðum okkar ef til þess kemur að gasmengun leggst yfir Dalvíkina draumabláu.
Til upplýsinga fylgjumst við með spá um gasmengun hjá veðurstofu og einnig fylgjumst við með upplýsingum frá Almannavörunum.
Verði gasmengun munu börnin sofa inni og einnig sleppum útiveru ef þurfa þykir og höldum gluggum og hurðum lokuðum.
Hafi foreldrar einhverjar spurningar eða vangaveltur hvetjum við ykkur til að vera í sambandi við starfsfólk skólans.
Bestu kveðjur
Drífa, leikskólastjóri