Komið sæl
Nú eru börnin að koma í leikskólann, sum full af spenningi, sum feimin og önnur sorgmædd en flest eru þau samt full af gleði sem og starfsfólkið, það er jú alltaf gott að koma aftur til vinnu eftir gott sumarleyfi.
Starfsfólk skólans var í gær að skipuleggja haustið og í morgun var námskeið um jafnrétti út frá víðu samhengi en það var Anna Elísa lektor við HA sem kom í heimsókn með fyrirlestur og svo var unnið í umræðuhópum á eftir. Þetta er liður í verkefni sem er að fara af stað um innleiðingu Aðalnámskrár þ.e. út frá jafnrétti en við fengum styrk í það verkefni og verður gaman að takast á við ögrandi umræðum og skoða skólastarfið með jafnrétti og kynjahlutverk í huga. Verkefnið ber nafnið - Jafnrétti -setjum gleraugun á nefið.
Það er gaman að segja frá því að forldrafélagið gaf leikskólanum eldunaraðstöðu fyrir börnin og þökkum við þeim kærlega fyrir, þetta mun koma að góðum notum. Hér má sjá myndir þegar Fanney var að skrúfa herlegheitin saman og fékk hún dygga aðstoð frá börnunum sem mætt voru.
Munið foreldrafundinn þriðjudaginn 3. september klukkan 20:00
Bestu kveðjur og sjáumst hress og kát