Í vetur hafa börnin í Íþróttahópi verið dugleg að vinna eftir aðferð sem kallast könnunaraðferð. Markmið könnunaraðferðarinnar er að mennta börn á þeirra eigin forsendum og efla víðsýni þeirra, ásamt því að tengja öll námsvið leikskólans við rannsóknarverkefnið. Mikið er lagt upp úr virkni barnanna, sjálfstæðri hugsun og ígrundun, ásamt þátttöku foreldra.
Nú er verkefnið um leðurblökurnar sem hópurinn vann á sl. haustönn komið hér á heimasíðuna og má finna það ef ýtt er á 'nám' hér fyrir ofan og síðan valin könnunaraðferðin. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa að kíkja á verkefnið, sjá og kynnast námsferli barnanna á meðan á verkefninu stóð og fræðast um leið um þessa námsaðferð.
Nú á vorönn eru börnin síðan að kanna Íkorna, en það ákváðu þau að gera eftir umræður og atkvæðagreiðslu um hvaða efni skyldi taka fyrir næst.