Fréttir af grænfánavinnu

Fréttir af grænfánavinnu

Nú erum við á Krílakoti farið að flokka ruslið okkar enn meir en áður, en nú er búin að bætast við hjá okkur lífræn tunna. Hún er ekki stór um sig, því langmest af okkar lífræna rusli er nýtt sem húsdýrafóður. Lengst af á þessu ári fóru afgangarnir okkar í svínafóður, en nú hafa hundar, kettir, hænur og endur tekið við. Þar sem við flokkum mun meira en áður erum við komin með minna ruslakar undir blandað rusl en áður og er það afskaplega góð þróun 

Við stefnum að því að sækja um grænfánann næstkomandi vor og erum því alltaf að reyna að bæta okkur í flokkun, innkaupum, pappírs- og plastpokanotkun svo eitthvað sé nefnt. Á skipulagsdegi fyrr í haust gerði starfsfólk umhverfissáttmála Krílakots þar sem sett voru niður markmið í umhverfismálum skólans og hvernig unnið er með umhverfismennt. Enn eigum við nokkuð í land áður en við sækjum um grænfánann, en margt smátt gerir eitt stórt. Sem dæmi um það sem gert er á Krílakoti til að vernda náttúruna má nefna að við saumum alla smekki sjálfar úr gömlum handklæðum og sængurverasettum í stað þess að kaupa inn nýja og það sama má segja um munnstykki (sem börnin þvo sér um munninn með), við notum ekki plastpoka í ruslafötur sem einungis eru fyrir pappírsþurrkur, við nýtum plastpoka utan af brauði og öðru undir notaðar bleyjur, við prentum báðum megin á plöðin eftir því sem kostur er, við notum tautuskur til að þurrka upp úr gólfum í stað pappírsþurrkna, við nýtum umslög sem berast til skólans í föndur, við skiptum kaffidufti úr kaffipokum (sem tilbúnir eru í eina uppáhellingu) til helminga og hellum upp á hálfa könnu í einu, svo ekki þurfi að hella niður kaffi og spörum með því innkaup o.fl., o.fl.