Komið sæl
Í Krílakoti var Gulur dagur í dag og komu margir í gulum fatnaði eða með eitthvað gult á sér eða með sér. Það var því gult og sólríkt yfirbragð yfir samverustundinni í dag þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið útivið.
Á miðvikudaginn fórum við á leiksýninguna Pétur og úlfurinn sem er eftir Sergei Prokofieff.
Pétur og úlfurinn er frægt tónlistarævintýri sérstaklega samið fyrir börn og byggir það á klassískri tónlist.
Það var Bernd Ogrodnik brúðuleiklistamaður sem sá um sýninguna og náði hann mjög svo vel til allra barnanna og allir skemmtu sér vel.
Þess má geta að sýningin var í boði foreldrafélagsins og færum við þeim þakkir fyrir.
Góðar stundir
Drífa