Komið sæl
Það er búið að vera mikið að gera hér í Krílakoti að undanförnu og vikan var fjölbreytt og skemmtileg.
Einar töframaður kom til okkar á þriðjudaginn og svo fengum við góða heimsókn frá Kátakoti miðvikudag og fimmtudag en það voru börnin sem fóru frá okkur nú í vor og sumar, árgangur 2009, og ósköp var gaman að sjá þau aftur.
Bleikur rugludagur var á föstudag og var gaman að sjá hvað allir mættu bleikir og/eða ruglaðir þennan dag.
Matráðurinn toppaði daginn með því að bjóða uppá bleikan hafragraut sem vakti mikla lukku og sumir voru mjög hissa á þessu:
Valgerði Freyju fannst þetta mjög skrítinn litur á grautnum
Magna Kristín og Katla María mjög svo hissa
Við fengum nýjan efnivið til að nýta í leik með leir og urðu til hinar ýmsu kynjaverur eins og sjá má hér:
Arnór Darri með listaverkið sitt
Bestu kveðjur og góða helgi