Fréttaskot

Fréttaskot

Komið sæl

Síðastliðinn fimmtudag voru vetrarleikar Krílakots og Kátakots og vinabekkjar okkar í grunnskólanum. 5. bekk.

Villi slökkviliðststjóri setti leikana og fóru sögur á kreik að þetta væru 20 vetrarleikarnir, til hamingju með það.

Þetta var frábær dagur í alla staði, frábærir foreldrar, börn og starfsfólk.

Veðrið var einstaklega fallegt og skemmtileg sleðabraut í Kirkjubrekkunni og fjölbreytt þrautabraut á lóð Krílkots sem þær Harpa og Katý sáu um að skipuleggja og þökkum við starfsmönnum skíðasvæðis fyrir að troða brautirnar. Að loknum vetrarleikum fengu allir verðlaunapening um hálsinn og Halldóra og Magga framreiddu pizzaveislu í hádeginu sem sló í gegn.

Við viljum þakka foreldrum fyrir komuna og skemmtilega samveru.