Komið sæl
Nú er febrúar á enda og mars að ganga í garð.
Snjórinn er að minnka á lóðinni en samkvæmt veðurfræðingum ætla veðurguðirnir að sjá til þess að við fáum að hafa snjó á vetrarleikunum.
Lóðin hefur verið erfið í vetur og nú í veðrasviftingunum sem hafa verið undanfarið hafa myndast djúpir pollar, undir kastala og við bát.
Við viljum því biðja ykkur foreldra sem nýta lóðina utan leikskólatíma að hafa gætur á börnunum á þessum svæðum.
Egill Bjarki á Skýjaborg í leik
Hér má sjá fréttabréf marsmánaðar.
Bestu kveðjur og góða helgi, frá öllum í Krílakoti.