Framkvæmdir við lóð Krílakots hafnar

Framkvæmdir við lóð Krílakots hafnar

Seinnipartinn í gær hófust framkvæmdir við lóðin hjá okkur á Krílakoti. George Hollander hefur verið fenginn til að vinna að endurbótum og uppbyggingu útileiksvæðisins. Og seinni partinn í gær mættu þau George og Sarka ásamt afa hennar Snælaugar Franklín, sem kom ásamt fleirum með stórar vinnuvélar og nokkrir feður bættust svo í hópinn og aðstoðuðu; þeir Ívar (faðir Völu Katrínar, Óli (faðir Sigurpáls) og Ingimar (faðir Leu Dalstein). Verður að segjast eins og er að þetta er aldeilis frábært framlag hjá fjölskyldum leikskólabarna Krílakots. Og á morgun er von á fleiri foreldrum til að aðstoða og hjálpa til. Í sumar er áætlað að vinna að fyrsta hluti svæðisins, sem er leiksvæði yngstu barnanna (1-2 ára); en með aðstoð foreldranna, krafti þeirra og jákvæðni er aldrei að vita en að lengra náist í endurbótunum.

Og gaman er að segja frá því að í dag hefur verið mikil gleði hjá börnunum, þau hafa leikið sér í stórri holu sem búið er að gera og hólum; rannsakað, spekúlerað og skemmt sér.