Foreldrahandbók 2009-2010

Foreldrahandbók 2009-2010

Við hér á Krílakoti vonum að allir hafi haft það gott í sumarfríinu og getað notið samvista með fjölskyldu og vinum. Börnin eru að tínast inn, sumir eru enn í fríi og svo eru það öll nýju börnin okkar sem eru að hefja leikskólagöngu sína. Í dag byrjuðu þau Guðrún Erla, Magdalena, Veigar og Erik Hrafn sem eru á Skakkalandi. Guðmundur Árni, Unnur Elsa, Bergvin Daði og Ester Jana á Hólakoti. Og Karítas Lind, Þuríður Oddný og Ingdís Una eru á Skýjaborg. Okkur hlakkar til að kynnast þessum börnum enda eigum við eftir að bralla margt skemmtilegt saman

Einhver bið hefur orðið á að foreldrahandbókin hafi verið sett inn á heimasíðuna. Hér er hægt að nálgast hana, og þegar tæknikunnátta leikskólastjóra verður betri verður hægt að nálgast hana í veftrénu undir 'foreldrasamstarf' og  'foreldrahandbók'þar sem hún á að vera. En í handbókinni eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir alla foreldra, nýja sem þá sem fyrir eru.