Foreldrafundur og vikan á enda

Komið sæl

Í gærkveldi var foreldrafundur Krílakots og þökkum við þeim sem mættu kærlega fyrir komuna, mjög skemmtilegt og gagnlegt að hittast og ræða málin. ég ætla að skrifa hér nokkra punkta sem ræddir voru sérstaklega á fundinum.

Sótthreinsun: Mikilvægt er að foreldrar sem eru að fara inn á deild og ætla að dvelja, sótthreinsi á sér hendur (sótthreinsivökvi í fataherbergi) og fari úr útiskóm eða nýti sér skólhlífar.

Fatnaður: mikilvægt að tæam hólf barnanna á föstudögum því þá eru hólfin þrifin og vagnar eiga að fara heim. Fatnaður sem ætlaður er til svefns má vera í vögnum barnanna til að auðvelda starfsfólki og að börnin fari ekki út í svefnfötunum og þau verði skítug. Munið að merkja fatnað vel. Merkimiðar frá Rögn henta t.d. mjög vel.

Leikskólalóðin: Við þökkum þeim foreldrum sem sáu sér fært að hjálpa George með lóðina kærleag fyrir, þetta er ómetanleg vinna sem hér fór fram í sumar.

Ökutæki: Bílastæðið okkar er lítið og mikilvægt að fólk vandi sig við að leggja bílunum. Bannað er að skilja bíla eftir í gangi við leikskólann. Drepum á bílunum - verndum umhverfið.

Heimasíðan: Hún mun taka smá breytingum á næstu dögum. Verið dugleg að fylgjast með.

Nám barnanna: Þema þessarar annar er "Ég sjálfur" og svo verða mismunandi útfærslur á hverri deild. Námsáætlanir verða settar upp fyrir hverja viku svo foreldrar geti fylgst með. Þeir þættir sem lagt er upp með eru: Leikskólalæsi, Tónar eiga töframál, Grænfáni, Menning, Uppeldi til ábyrgðar, Stærðfræði, Hreyfing og útivera og Könnunarleikur.

Skóladagatal og mánaðarskrár: Við hvetjum foreldra til að vera duglega að fylgjast með leikskólastarfinu. Í skóladagatali og mánaðarskrám deilda er að finn viðburði sem þörf er á að muna s.s. dótadaga, fundi og lokanir skólans.

Bestu kveðjur og góða helgi

Drífa