Fjör alla daga

Fjör alla daga

Komið sæl

Eins og kom fram í pósti til ykkar þá frestuðum við vetrarleikunum sem áttu að vera nú í vikunni. Ástæðan var lítill snjór og veðurspá. Við vonandi fáum tækifæri mjög fljótlega til að halda vetrarleikana með Kátakoti og vinabekknum okkar 5. bekk í grunnskólanum.

Veðrið hefur leikið við okkur í vetur og útivera verið markviss (allir út 1-2 á dag) en svo koma dagar eins og nú í vikunni sem kennarar meta veður svo að innivera sé ákjósanlegri kostur eða að þeir fara út með hluta barnanna í einu, eins og gengur. En þrátt fyrir frestun leikanna og minni útiveru var nóg að gera hér í Krílakoti alla vikuna tónlist, söngur, leikur, nám og gaman. Hér má sjá nokkrar myndir frá vikunni

Bestu kveðjur og góða helgi

 

Leikur með opinn efnivið

Lærum formin

 

Tónlistarkennsla

Tónlistarkennsla

Lærum á Ipad

 

Tungumálakennsla - íslenska og pólska