Í kuldakastinu sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga þótti ekki annað við hæfi en að senda nemendur fullklædda í sund í Árskógarskóla. En að öllu gamni slepptu er það fastur liður í sundkennslunni að leyfa nemendum að fara í fatasund og var það gert í dag. Það er alltaf stemning yfir fatasundinu og nemendum finnst þetta afskaplega skemmtileg tilbreyting. Það hittist hins vegar ekki oft þannig á að snjór sé yfir öllu og vetrarlegt um að litast þegar þessi viðburður fer fram. Hér má sjá myndir úr sundtímum í morgun.