Komið sæl
Við vorum svo heppin að hann Eyþór Ingi kom í heimsókn í Krílakot í dag, gamla leikskólann sinn.
Sum þeirra yngstu vissu ekki hver maðurinn var og sumir brustu í grát svona rétt til að byrja með,
sum voru í skýjunum yfir að fá loksins að líta stórstjörnuna, Eyþór Inga, augum
og ein stúlkan sagði "Er Eyþór til í alvörunni" og greinilegt að þarna á þessu augnabliki lifnaði vera af skjánum við og varð raunveruleg í augum hennar.
Þetta var skemmtileg heimsókn, Eyþór Ingi byrjaði að hita upp með því að syngja með börnunum "Í leikskóla er gaman" og svo var sungið "Ég á líf" af hjartans list. Eyþór settist svo með börnunum í myndatöku og þá notuðum við tækifæri og sungum fyrir hann lagið okkar " Það er skemmtilegast að leika sér".
Hér má sjá myndbrot af upphitun:
http://www.youtube.com/watch?v=3X_zY4LX64s&feature=youtu.be
Hér má sjá myndbrot af söngnum" Ég á líf":
http://www.youtube.com/watch?v=RvV7OVuvgLQ&feature=youtu.be
Hér syngja börnin "Það er skemmtilegast að leika sér" fyrir Eyþór Inga :
http://www.youtube.com/watch?v=aFXXwmVJ_co&feature=youtu.be
Bestu kveðjur
Drífa