16.september til 22.september verður Evrópsk samgönguvika í Dalvíkurbyggð. Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Bíllausi dagurinn er síðan haldinn 22. september og eru öll, einstaklingar, fyrirtæki, félagsamtök, stofnanir og sveitarfélög hvött til að taka þátt.
Í Dalvíkurbyggð er ýmislegt í boði þessa viku fyrir þá sem vilja prófa nýja afþreyingu eða bara gera eitthvað saman. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrá á heimasíðu Dalvíkurbyggðar
Virkilega skemmtileg vika fram undan sem Dalvíkurbyggð er að taka þátt í í fyrsta sinn. Við hvetjum alla bæjarbúa til að huga sérstaklega að sínum samgöngumáta þessa viku, hvort sem það er til vinnu, í skóla, eða jafnvel í búðina.