Á morgun, fimmtudaginn 21. janúar, verður haldinn enskur dagur hér í leikskólanum. Ástæða þessa er að einn af samstarfsaðilum okkar í Comeniusarverkefninu er skóli í Englandi sem heitir Driffield Northfield Infant School. Það sem við munum gera er að börnin fá m.a. að smakka á egg og beikoni, sjá ýmsa muni og leikföng frá Englandi. Við fáum heimsókn frá enskum manni sem býr hér í bæ og mun hann lesa stutta sögu á Skakkalandi og Hólakoti, svo munu börnin æfa sig að syngja um hann Kalla litla kónguló á ensku. Svo er aldrei að vita hvort breski fáninn fái að blakta við hún.
Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst á morgun, en eins og fram kemur í janúarfréttabréfum er þetta fyrsti fimmtudagurinn af fimm sem við tileinkum einu samstarfslandi okkar. Seinni hluta febrúar mánaðar munum við síðan halda sýningu unna uppúr afrakstri þessarra daga þar sem foreldrum og fjölskyldum barnanna er boðið ásamt öllum þeim sem áhuga hafa í Dalvíkurbyggð.